Fótboltagoðsögn spilar aftur í úrvalsdeild á Bretlandi en nú í nýrri íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 12:01 Petr Cech bryjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. Getty/ Action Foto Sport Petr Cech gerði garðinn frægan sem markvörður Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hillu þá tók hann fram skautana. Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí. Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League. Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023 Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí. Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina. Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012). Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea. FC 24 Icon Petr Cech is on the move He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...RELEASE THE OTW @EASPORTSFC Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023 Íshokkí Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí. Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League. Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023 Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí. Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina. Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012). Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea. FC 24 Icon Petr Cech is on the move He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...RELEASE THE OTW @EASPORTSFC Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023
Íshokkí Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira