Man. Utd mun ekki selja Sancho á útsöluverði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 09:00 Jadon Sancho á ferðinni í leik með Manchester United liðinu. Liðið þarf á biti í sóknin að halda en hann er samt út í kuldanum. Getty/Stu Forster Framtíð Jadon Sancho hjá Manchester United virðist svo gott sem ráðin en hann gæti verið fastur hjá félaginu komi ekki ásættanlegt tilboð í janúar. Það er almennt búist við því að Sancho verði seldur í janúarglugganum en samkvæmt heimildum ESPN úr herbúðum United þá verður hann ekki seldur á neinu útsöluverði. United mun hlusta á tilboð í leikmanninn en Sancho hefur verið út í kuldanum síðan opinbert rifrildi hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Manchester United are refusing to let Jadon Sancho leave on the cheap if he moves in January, a source has told ESPN's @RobDawsonESPN. pic.twitter.com/8qwc5EeYOx— ESPN UK (@ESPNUK) November 15, 2023 Ten Hag heimtaði að Sancho bæði hann afsökunar á því að hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum af hverju leikmaðurinn var ekki valinn í hópinn fyrir 3-1 tapleik á móti Arsenal. Sancho hefur hingað til neita að verða við því. Sancho hefur ekki spilað með Manchester United síðan í ágúst. Það er vitað af áhuga liða eins og Juventus og Borussia Dortmund en vandamálið er að United vill fá til baka eins mikið og mögulegt er. Það gæti reynst báðum félögum erfitt að safna saman stórri upphæð fyrir Sancho. United keypti Sancho á 73 milljónir punda sem er stingandi upphæð í dag miðað við það litla sem hann hefur skilað félaginu á þessum rúmu tveimur árum. Sancho hefur spilað 88 leiki með United í öllum keppnum frá 2021 og skoraði í þeim tólf mörk. United hefur hins vegar ekki útilokað það að Sancho fari á láni en þá þarf liðið sem tekur hann einnig að greiða stóran hlut launa hans. Það er kannski líklegri niðurstaða en að eitthvað félag sé tilbúið að borga stóra upphæð fyrir þennan 23 ára leikmann. Sancho er með samning til 2026 með möguleikanum á einu ári í viðbót. Jadon Sancho was the last Man United forward to score at Old Trafford in the Premier League He scored in the final game of the LAST SEASON vs. Fulham pic.twitter.com/FvayQrwPfv— ESPN UK (@ESPNUK) November 13, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Það er almennt búist við því að Sancho verði seldur í janúarglugganum en samkvæmt heimildum ESPN úr herbúðum United þá verður hann ekki seldur á neinu útsöluverði. United mun hlusta á tilboð í leikmanninn en Sancho hefur verið út í kuldanum síðan opinbert rifrildi hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Manchester United are refusing to let Jadon Sancho leave on the cheap if he moves in January, a source has told ESPN's @RobDawsonESPN. pic.twitter.com/8qwc5EeYOx— ESPN UK (@ESPNUK) November 15, 2023 Ten Hag heimtaði að Sancho bæði hann afsökunar á því að hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum af hverju leikmaðurinn var ekki valinn í hópinn fyrir 3-1 tapleik á móti Arsenal. Sancho hefur hingað til neita að verða við því. Sancho hefur ekki spilað með Manchester United síðan í ágúst. Það er vitað af áhuga liða eins og Juventus og Borussia Dortmund en vandamálið er að United vill fá til baka eins mikið og mögulegt er. Það gæti reynst báðum félögum erfitt að safna saman stórri upphæð fyrir Sancho. United keypti Sancho á 73 milljónir punda sem er stingandi upphæð í dag miðað við það litla sem hann hefur skilað félaginu á þessum rúmu tveimur árum. Sancho hefur spilað 88 leiki með United í öllum keppnum frá 2021 og skoraði í þeim tólf mörk. United hefur hins vegar ekki útilokað það að Sancho fari á láni en þá þarf liðið sem tekur hann einnig að greiða stóran hlut launa hans. Það er kannski líklegri niðurstaða en að eitthvað félag sé tilbúið að borga stóra upphæð fyrir þennan 23 ára leikmann. Sancho er með samning til 2026 með möguleikanum á einu ári í viðbót. Jadon Sancho was the last Man United forward to score at Old Trafford in the Premier League He scored in the final game of the LAST SEASON vs. Fulham pic.twitter.com/FvayQrwPfv— ESPN UK (@ESPNUK) November 13, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira