Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 22:13 Tilkynnt var í september um að Hillary Clinton yrði heiðursgestur á hátíðinni. EPA Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19