Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2023 21:03 Guðrún Tryggvadóttir í gömlu réttinni í Ólafsvík, sem er nú búið að endurhlaða undir hennar röggsömu stjórn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík. Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík.
Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira