Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 13:44 Þó Sigríður María sé brosmild á þessari mynd er henni ekki skemmt. Hún krefst aðgerða og það strax; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé falsörlæti. vísir/vilhelm/aðsend Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. „Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“ Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins,“ segir í pistli Sigríðar Maríu sem hún birtir á Vísi. Blekking bankanna Þetta ákall Sigríðar Maríu, sem lokar pistli sínum á því að spyrja hvort einhver vilji ekki kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum á besta stað í Grindavík, er sannkallaður reiðilestur. Tilefnið er augljóst, jarðhræringar á Reykjanesi sem þegar hefur kostað ómælanlegt tjón í Grindavík. Eins og Vísir greindi frá hafa lánastofnanir þegar lofað frystingu á lánum Grindvíkinga. En það er langt í frá nóg að mati Sigríðar Maríu sem talar um það sem „falsörlæti“; tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga sé gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku. „Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir í pistli Sigríðar Maríu. Kaldar kveðjur og svívirða Sigríður María segir nú ekki aðeins ríkja ófremdarástand, heldur neyðarástand. „Og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrirsjáanlega slátrun.“ Hún segir Grindvíkinga nú heimilislausa og í framtíðarótta, eins og hún kallar það. „Að sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða.“
Grindavík Húsnæðismál Íslenskir bankar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira