Sérstakt að verða heimsmeistari í nánast tómri höll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:00 Janus Daði Smárason kom til Magdeburg fyrir tímabilið eftir ársdvöl hjá Kolstad í Noregi. getty/Mario Hommes Janus Daði Smárason vann sinn fyrsta titil með Magdeburg þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða þriðja árið í röð um helgina. Hann nýtur sín vel hjá þýska stórliðinu en hefur varla haft tíma til anda síðan hann kom, enda nóg að gera. Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þýski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira