„Saman erum við náttúruafl“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. nóvember 2023 18:00 Stjórn Women Tech Iceland: Paula Gould, Ingibjörg Lilja, Þóra Óskarsdóttir, Randi Stebbins, Valenttina Griffin, Alondra Silva Muñoz og Ólöf Kristjánsdóttir. Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin. Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap. Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap.
Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira