Leikmenn flúðu inn í klefa þegar stuðningsmenn ætluðu að lúskra á þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:31 Stuðningsmenn Cruzeiro ruddust inn á völlinn þegar mótherjarnir skoruðu undir lokin. Getty/Gabriel Machado Lið Coritiba og Cruzeiro eru bæði í harðri fallbaráttu í brasilíska boltanum og mættust í gríðarlega mikilvægum leik um helgina. Það komu upp ljótar senur þegar Coritiba komst yfir undir lokin. Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023 Brasilía Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023
Brasilía Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira