Leikmenn flúðu inn í klefa þegar stuðningsmenn ætluðu að lúskra á þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:31 Stuðningsmenn Cruzeiro ruddust inn á völlinn þegar mótherjarnir skoruðu undir lokin. Getty/Gabriel Machado Lið Coritiba og Cruzeiro eru bæði í harðri fallbaráttu í brasilíska boltanum og mættust í gríðarlega mikilvægum leik um helgina. Það komu upp ljótar senur þegar Coritiba komst yfir undir lokin. Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023 Brasilía Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023
Brasilía Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira