Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 22:02 Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts og Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, biðu við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í allan dag. Þær vilja bjarga dýrunum sem urðu eftir í Grindavík. Stöð 2/Einar Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum. Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum.
Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira