Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:31 Sjálfboðaliði frá Kattholti við lokunarpóst við Grindavík. Vísir/Vilhelm Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. „Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira