„Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 12:58 Ari Trausti fór yfir jarðhræringar og söguna í Sprengisandi. Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan
Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira