Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 08:48 Hjördís Guðmundsdóttir ítrekar að enn sé veruleg hætta á svæðinu. Það fari engin inn ef að vísindamenn meti svo að það sé enn of hættulegt. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. „Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira