„Verður hægt að fara heim aftur?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 16:39 Ögn Þórarinsdóttir ásamt börnum sínum. Grindvíkingarnir Ögn Þórarinsdóttir og Hildur Fjóla Bridde eru í nokkru áfalli eftir að hafa yfirgefið heimili sín í gær. Óvissan er algjör. „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira