Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2023 16:23 Ingólfur og Sindri þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún.
Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35