Hlakkar alls ekki í Þorvaldi í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 22:27 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira