„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Sunna Sæmundsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 22:16 Valgerður Vilmundardóttir. vísir/skjáskot Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. „Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira