Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 21:51 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur bendir á Sundhnúkasprunguna í viðtali í janúar 2020 þegar land reis fyrst við Þorbjörn. Friðrik Þór Halldórsson Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15