Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 21:51 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur bendir á Sundhnúkasprunguna í viðtali í janúar 2020 þegar land reis fyrst við Þorbjörn. Friðrik Þór Halldórsson Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent