Sextíu prósent karlmanna hlynntir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Frá samstöðufundinum á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir. Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal
Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira