Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 14:08 Leikkonan Ashley Judd hefur lagt áherslu á mikilvægi vandaðrar umfjöllunar í fjölmiðlum þegar sjálfsvíg eru annars vegar. Getty Images/Shannon Finney Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna. Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna.
Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent