Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 10:05 Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan. Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan.
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira