Nýtt útlit á kvöldfréttum frumsýnt í kvöld Boði Logason skrifar 10. nóvember 2023 14:25 Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er spennt að sýna landsmönnum nýtt fréttastúdíó í kvöldfréttunum í kvöld á slaginu 18:30. Vilhelm Nýtt fréttastúdíó verður frumsýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Framleiðslustjóri fréttastofunnar segist vera spennt að sýna landsmönnum afrakstur síðustu mánaða. Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira