Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 15:55 Forsvarsmanna Vy-þrifa biðu þessi skilaboð á húsnæðinu í Sóltúni 20 eftir fyrstu heimsókn eftirlitsins þann 26. september. HER Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER
Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51