Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:33 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að enn sem komið er séu engin merki um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni. Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30