Jafet S. Ólafsson látinn Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2023 10:01 Jafet S. Ólafsson er látinn en hann var meðal annars útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins. Bridgesamband Íslands Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri er látinn og andaðist hann að morgni síðastliðins þriðjudags, þá 72 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en Jafet starfaði meðal annars sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, en það var á árunum 1994 til 1996. Hann var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti um árabil en hann var löggiltur verðbréfamiðlari. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Jafet á annars litríkan feril að baki, hann starfaði hjá iðnaðarráðuneytinu í níu ár frá 1975, hann var hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga frá 1984 til 1986 og Þróunarfélagi Íslands frá 1986 til 1988. Hann var útibússtjóri Iðnaðarbankans og seinna Íslandsbanka frá 1988 til 1994 en þá var hann ráðinn útvarpsstjóri eins og áður sagði. Hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt öðrum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag. Jafet sat í ýmsum stjórnum og lét til sín taka í félagsmálum, sat í stjórn Vals, fyrir badmintonmenn og var formaður Bridgesambands Íslands. Þá má nefna að hann var konsúll fyrir Rúmeníu árum saman og var sæmdur rúmenskri orðu fyrir störf sín. Í Morgunblaðinu er jafnframt greint frá því að hann hafi lengi fengist við leiðsögn í Laxá í Aðaldal. Eftirlifandi eiginkona Jafets er Hildur Hermóðsdóttir, kennari, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi. Börn Jafets og Hildar eru Jóhanna Sigurborg, Ari Hermóður og Sigríður Þóra. Andlát Bridge Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en Jafet starfaði meðal annars sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, en það var á árunum 1994 til 1996. Hann var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti um árabil en hann var löggiltur verðbréfamiðlari. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Jafet á annars litríkan feril að baki, hann starfaði hjá iðnaðarráðuneytinu í níu ár frá 1975, hann var hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga frá 1984 til 1986 og Þróunarfélagi Íslands frá 1986 til 1988. Hann var útibússtjóri Iðnaðarbankans og seinna Íslandsbanka frá 1988 til 1994 en þá var hann ráðinn útvarpsstjóri eins og áður sagði. Hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt öðrum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag. Jafet sat í ýmsum stjórnum og lét til sín taka í félagsmálum, sat í stjórn Vals, fyrir badmintonmenn og var formaður Bridgesambands Íslands. Þá má nefna að hann var konsúll fyrir Rúmeníu árum saman og var sæmdur rúmenskri orðu fyrir störf sín. Í Morgunblaðinu er jafnframt greint frá því að hann hafi lengi fengist við leiðsögn í Laxá í Aðaldal. Eftirlifandi eiginkona Jafets er Hildur Hermóðsdóttir, kennari, bókmenntafræðingur og fyrrverandi útgefandi. Börn Jafets og Hildar eru Jóhanna Sigurborg, Ari Hermóður og Sigríður Þóra.
Andlát Bridge Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira