Hröð handtök hafi líklega bjargað gögnunum Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. nóvember 2023 17:25 Penninn Eymundsson við Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Fjármálastjóri Pennans Eymundssonar segir hröð handtök hafa orðið til þess að ekki sé útlit fyrir að tölvuþrjótar hafi náð að stela upplýsingum um viðskiptavini verslunarinnar. Allar 16 verslanir Pennans Eymundssonar á landinu hafa verið lokaðar frá því um hádegi í dag, vegna netárásar á fyrirtækið. Nú er allt útlit fyrir að tölvuþrjótunum sem stóðu að baki árásinni hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. „Í stuttu máli uppgötvaði tæknimaður að það væri veira í dreifingu og hafði samband við okkar tæknimenn og stuttu seinna er netsamband rofið í fyrri tækinu. Það er bara verið að setja upp nýja netþjóna og setja upp nýjar tölvur,“ segir Guðrún Eva Jóhannesdóttir, fjármálastjóri Pennans Eymundssonar, í samtali við fréttastofu. Ekki útlit fyrir stolnar upplýsingar Ekki fáist séð að persónuupplýsingum um viðskiptavini hafi verið stolið, né öðrum gögnum. Það sé þó ekki endanlega útilokað. „Hröð handtök björguðu okkur. Það var ekki búið að setja veiruna í gang til að hefja gagnagíslingu. Þetta var Akira-veira, sem tekur gögn í gíslingu og þeir fara svo fram á peninga,“ segir Guðrún Eva. Unnið verði að viðgerð í kvöld og fram á morgun. Því megi búast við því að starfsemi verslana fyrirtækisins verði skert að einhverju leyti í fyrramálið. „Það þarf að endurræsa tölvurnar, strauja þær. Við vorum að velta fyrir okkur hvort það þyrfti bara að endurræsa sýktar vélar en gerum allar til að vera örugg.“ Netöryggi Netglæpir Verslun Tengdar fréttir Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. 8. nóvember 2023 14:42 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Allar 16 verslanir Pennans Eymundssonar á landinu hafa verið lokaðar frá því um hádegi í dag, vegna netárásar á fyrirtækið. Nú er allt útlit fyrir að tölvuþrjótunum sem stóðu að baki árásinni hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. „Í stuttu máli uppgötvaði tæknimaður að það væri veira í dreifingu og hafði samband við okkar tæknimenn og stuttu seinna er netsamband rofið í fyrri tækinu. Það er bara verið að setja upp nýja netþjóna og setja upp nýjar tölvur,“ segir Guðrún Eva Jóhannesdóttir, fjármálastjóri Pennans Eymundssonar, í samtali við fréttastofu. Ekki útlit fyrir stolnar upplýsingar Ekki fáist séð að persónuupplýsingum um viðskiptavini hafi verið stolið, né öðrum gögnum. Það sé þó ekki endanlega útilokað. „Hröð handtök björguðu okkur. Það var ekki búið að setja veiruna í gang til að hefja gagnagíslingu. Þetta var Akira-veira, sem tekur gögn í gíslingu og þeir fara svo fram á peninga,“ segir Guðrún Eva. Unnið verði að viðgerð í kvöld og fram á morgun. Því megi búast við því að starfsemi verslana fyrirtækisins verði skert að einhverju leyti í fyrramálið. „Það þarf að endurræsa tölvurnar, strauja þær. Við vorum að velta fyrir okkur hvort það þyrfti bara að endurræsa sýktar vélar en gerum allar til að vera örugg.“
Netöryggi Netglæpir Verslun Tengdar fréttir Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. 8. nóvember 2023 14:42 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. 8. nóvember 2023 14:42