Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2023 09:00 Sigríður Jónasdóttir ásamt hundinum sínum. Bæði þoldu þau illa stöðuga skjálfta undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. „Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52