Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki áhuga Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2023 12:24 Mörg nöfn hafa verið skotið upp kollinum í tengslum við umræðu um framboð til formanns KSÍ. Vísir/Samsett mynd Ljóst er að kosið verður um nýjan formann Knattspyrnusambands Íslands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði landslagið hjá einstaklingum sem hafa verið orðaðir við formannsframboð hjá KSÍ eða verið í umræðunni í tengslum við embættið undanfarin ár. Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Annars vegar var hugur umræddra einstaklinga til formannsframboðs á komandi ársþingi kannaður. Og í ákveðnum tilfellum voru þeir spurður hvort útilokað væri að þeir myndu bjóða sig fram á næsta ársþingi Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Guðni Bergsson gegndi embætti formanns KSÍ frá árinu 2017-2021vísir/vilhelm „Ég hef fengið fullt af fyrirspurnum og hvatningu frá fólki um að bjóða mig fram. Fyrir vikið finnur maður sig knúinn til þess að hugsa málið og velta því fyrir sér.“ Þannig að þú útilokar ekki að bjóða þig fram? „Nei, ég geri það nú ekki á þessari stundu. Ég er bara ekki búinn að taka afstöðu til þess.“ Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ: Borghildur er ein af varaformönnum KSÍStöð 2 „Ég er ekki að gera ráð fyrir því (að bjóða sig fram). Ég get alveg sagt það.“ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður: Ívar Ingimarsson, sem gerði á sínum tíma garðinn frægan í enska boltanum, situr í núverandi stjórn KSÍvísir/einar „Nei. Ég get útilokað það algjörlega.“ Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi: Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi hefur áður verið orðaður við formannsframboð hjá KSÍVísir/Vilhelm „Það er góð spurning. Eitthvað sem væri mjög skemmtileg áskorun á einhverjum tímapunkti. Ég hef svo sem ekki verið að velta þessu mikið fyrir mér að undanförnu. KSÍ stendur þó frammi fyrir verkefnum sem væri mjög áhugavert að taka þátt í. Ég er í rauninni ekki búinn að ákveða neitt af eða á með það. Mér finnst kannski ótímabært að vera taka ákvarðanir um slíkt. Þetta er þó vissulega verkefni sem er mjög áhugavert.“ Sif Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona: Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, „Það hefur ekki verið hugsunin hjá mér núna en kannski verður það svoleiðis í framtíðinni. Ég held að ég sé bæði aðeins of ung í þetta á þessari stundu. Svo er ég í námi og því nóg að gera hjá mér þessa dagana.“ Þannig að þó útilokar að bjóða þig fram til formanns á næsta ársþingi? „Já. Ég held að ég þurfi að vera aðeins meira fullorðin áður en ég fer í þetta. Ég er nýhætt í fótboltanum og enn þá pínu krakki í mér.“ Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Geir Þorsteinsson hefur reynslu af formannsembættinu hjá KSÍ. Hann var stuttorður er Vísir náði af honum tali. vísir/anton brink „Nú bara fylgist ég með af hliðarlínunni.“ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH: Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FHVísir/Arnar Halldórsson „Það hefur ekki komið upp hjá mér að fara í þetta. Ég er alltof mikill klúbbmaður til að fara í þetta starf.“ Þannig að þú útilokar að bjóða þig fram í þetta embætti? „Já. Ég útiloka það.“ Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR: Kristinn Kjærnested var yfir margra ára skeið formaður knattspyrnudeildar KR Stöð 2 Sport „Þessu er mjög auðsvarað. Ég hef engan áhuga á formannsembættinu hjá KSÍ. Ég sagði það á sínum tíma að KR væri númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og þó ég vilji íslenskum fótbolta allt hið besta þá er það ekki á vettvangi knattspyrnusambandsins. Það er hægt að strika vel yfir kallinn.“ E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals: Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals „Ég hef ekkert verið að íhuga það.“ Þannig að þú útilokar ekkert? „Ég útiloka aldrei neitt í lífinu. Það getur allt gerst í lífinu.“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík: Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála síðustu tvö tímabil í víkinni. „Nei, ég er nú ekki að því (að íhuga að bjóða sig fram til formanns). Einhvern tímann seinna kannski en ekki eins og staðan er í dag. Ég þekki voða lítið pólitíkina á bakvið þetta. Það er ekki eins og maður bjóði sig bara fram og svo er einhver kosning. Það er alls konar baktjaldamakk sem á sér stað og ég er ekkert inn í því. Það myndi ekki enda vel ef ég myndi bjóða mig fram í þetta.“ Þannig að þú munt ekki bjóða þig fram til formanns fyrir næsta ársþing KSÍ? „Nei.“ En kannski seinna? „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég hef nú verið orðaður nokkrum sinnum við þetta. Maður veit aldrei en ég er ekki að fara bjóða mig fram að svo stöddu.“ Þessi grein inniheldur svör þeirra einstaklinga sem íþróttadeild Vísis náði tali af við gerð fréttarinnar. Vel getur verið að fréttin verði uppfærð berist fleiri svör. KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Annars vegar var hugur umræddra einstaklinga til formannsframboðs á komandi ársþingi kannaður. Og í ákveðnum tilfellum voru þeir spurður hvort útilokað væri að þeir myndu bjóða sig fram á næsta ársþingi Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Guðni Bergsson gegndi embætti formanns KSÍ frá árinu 2017-2021vísir/vilhelm „Ég hef fengið fullt af fyrirspurnum og hvatningu frá fólki um að bjóða mig fram. Fyrir vikið finnur maður sig knúinn til þess að hugsa málið og velta því fyrir sér.“ Þannig að þú útilokar ekki að bjóða þig fram? „Nei, ég geri það nú ekki á þessari stundu. Ég er bara ekki búinn að taka afstöðu til þess.“ Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ: Borghildur er ein af varaformönnum KSÍStöð 2 „Ég er ekki að gera ráð fyrir því (að bjóða sig fram). Ég get alveg sagt það.“ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður: Ívar Ingimarsson, sem gerði á sínum tíma garðinn frægan í enska boltanum, situr í núverandi stjórn KSÍvísir/einar „Nei. Ég get útilokað það algjörlega.“ Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi: Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi hefur áður verið orðaður við formannsframboð hjá KSÍVísir/Vilhelm „Það er góð spurning. Eitthvað sem væri mjög skemmtileg áskorun á einhverjum tímapunkti. Ég hef svo sem ekki verið að velta þessu mikið fyrir mér að undanförnu. KSÍ stendur þó frammi fyrir verkefnum sem væri mjög áhugavert að taka þátt í. Ég er í rauninni ekki búinn að ákveða neitt af eða á með það. Mér finnst kannski ótímabært að vera taka ákvarðanir um slíkt. Þetta er þó vissulega verkefni sem er mjög áhugavert.“ Sif Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona: Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, „Það hefur ekki verið hugsunin hjá mér núna en kannski verður það svoleiðis í framtíðinni. Ég held að ég sé bæði aðeins of ung í þetta á þessari stundu. Svo er ég í námi og því nóg að gera hjá mér þessa dagana.“ Þannig að þó útilokar að bjóða þig fram til formanns á næsta ársþingi? „Já. Ég held að ég þurfi að vera aðeins meira fullorðin áður en ég fer í þetta. Ég er nýhætt í fótboltanum og enn þá pínu krakki í mér.“ Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ: Geir Þorsteinsson hefur reynslu af formannsembættinu hjá KSÍ. Hann var stuttorður er Vísir náði af honum tali. vísir/anton brink „Nú bara fylgist ég með af hliðarlínunni.“ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH: Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FHVísir/Arnar Halldórsson „Það hefur ekki komið upp hjá mér að fara í þetta. Ég er alltof mikill klúbbmaður til að fara í þetta starf.“ Þannig að þú útilokar að bjóða þig fram í þetta embætti? „Já. Ég útiloka það.“ Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR: Kristinn Kjærnested var yfir margra ára skeið formaður knattspyrnudeildar KR Stöð 2 Sport „Þessu er mjög auðsvarað. Ég hef engan áhuga á formannsembættinu hjá KSÍ. Ég sagði það á sínum tíma að KR væri númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og þó ég vilji íslenskum fótbolta allt hið besta þá er það ekki á vettvangi knattspyrnusambandsins. Það er hægt að strika vel yfir kallinn.“ E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals: Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals „Ég hef ekkert verið að íhuga það.“ Þannig að þú útilokar ekkert? „Ég útiloka aldrei neitt í lífinu. Það getur allt gerst í lífinu.“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík: Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála síðustu tvö tímabil í víkinni. „Nei, ég er nú ekki að því (að íhuga að bjóða sig fram til formanns). Einhvern tímann seinna kannski en ekki eins og staðan er í dag. Ég þekki voða lítið pólitíkina á bakvið þetta. Það er ekki eins og maður bjóði sig bara fram og svo er einhver kosning. Það er alls konar baktjaldamakk sem á sér stað og ég er ekkert inn í því. Það myndi ekki enda vel ef ég myndi bjóða mig fram í þetta.“ Þannig að þú munt ekki bjóða þig fram til formanns fyrir næsta ársþing KSÍ? „Nei.“ En kannski seinna? „Maður á aldrei að segja aldrei. Ég hef nú verið orðaður nokkrum sinnum við þetta. Maður veit aldrei en ég er ekki að fara bjóða mig fram að svo stöddu.“ Þessi grein inniheldur svör þeirra einstaklinga sem íþróttadeild Vísis náði tali af við gerð fréttarinnar. Vel getur verið að fréttin verði uppfærð berist fleiri svör.
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira