Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2023 18:33 Þrjár flóttaleiðir eru úr Grindavíkurbæ komi til rýmingar. Vísir/Egill Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. „Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
„Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira