Landris heldur áfram Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2023 10:58 Landris heldur áfram á sama hraða. Vísir/Arnar Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. Upp úr klukkan fimm í nótt jókst skjálftavirkni vestan við Eldvörp, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð og fannst víða í byggð, meðal annars á Akranesi. Skjálftavirkni er enn talsverð á svæðinu en örlítið hefur dregið úr virkni frá því í nótt. Skjálftarnir sem nú mælast eru svokallaðir „gikkskjálftar“ sem eru viðbrögð við spennulosun vegna kvikuinnskots við Þorbjörn. Á myndinni má sjá jarðskjálftavirkni sem mælst hefur síðan á miðnætti.Veðurstofan Samkvæmt nýjustu aflögunargögnum heldur landris við Þorbjörn áfram á sama hraða. Ný líkön um áætlaða staðsetningu kvikuinnskotsins benda ekki til neinna breytinga á staðsetningu kvikunnar, sem liggur á um fjögurra til fimm kílómetra dýpi norðvestur af Þorbirni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir enn fremur: „Mikilvægt er að benda á það sem áður hefur komið fram að atburðarrásin á svæðinu við Þorbjörn er hluti af margþættu ferli kvikuhreyfinga í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Þessi ferli hafa áhrif á stóru svæði, þar á meðal Fagradalsfjall þar sem þensla heldur áfram frá því í ágúst.“ Vísir er með vefmyndavél uppi á Þorbirni og hægt er að fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5. nóvember 2023 07:17 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Upp úr klukkan fimm í nótt jókst skjálftavirkni vestan við Eldvörp, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð og fannst víða í byggð, meðal annars á Akranesi. Skjálftavirkni er enn talsverð á svæðinu en örlítið hefur dregið úr virkni frá því í nótt. Skjálftarnir sem nú mælast eru svokallaðir „gikkskjálftar“ sem eru viðbrögð við spennulosun vegna kvikuinnskots við Þorbjörn. Á myndinni má sjá jarðskjálftavirkni sem mælst hefur síðan á miðnætti.Veðurstofan Samkvæmt nýjustu aflögunargögnum heldur landris við Þorbjörn áfram á sama hraða. Ný líkön um áætlaða staðsetningu kvikuinnskotsins benda ekki til neinna breytinga á staðsetningu kvikunnar, sem liggur á um fjögurra til fimm kílómetra dýpi norðvestur af Þorbirni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir enn fremur: „Mikilvægt er að benda á það sem áður hefur komið fram að atburðarrásin á svæðinu við Þorbjörn er hluti af margþættu ferli kvikuhreyfinga í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Þessi ferli hafa áhrif á stóru svæði, þar á meðal Fagradalsfjall þar sem þensla heldur áfram frá því í ágúst.“ Vísir er með vefmyndavél uppi á Þorbirni og hægt er að fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5. nóvember 2023 07:17 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5. nóvember 2023 07:17
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11