„Eins og gengur og gerist er maður ekki ánægður með allt“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. nóvember 2023 19:30 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var ekki ánægður með síðari hálfleik liðsins í dag. Ísland vann eins marks sigur 30-29. „Þeir stjórnuðu hraðanum í dag og voru með frumkvæðið þegar þeir spiluðu með sjö sóknarmenn sem við fundum ekki nægilega góðar lausnir við. Við reyndum að prófa ákveðna hluti en fundum ekki taktinn og takturinn var ekki eins og ég vildi hafa hann,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. Snorri var ánægður með margt í fyrri hálfleik en hefði viljað vera með fimm marka forystu í hálfleik í stað fjögurra. „Fyrri hálfleikur var svipaður og í gær. Við vorum við það að ná frumkvæðinu en vorum klaufar að vera ekki fimm mörkum yfir í hálfleik. Við byrjuðum síðari hálfleik illa og þeir náðu að komast yfir sem var öfugt við það sem gerðist í gær.“ Síðari hálfleikur Íslands var ekki góður. Færeyjar spiluðu mikið með sjö leikmenn í sókn sem gerði Íslandi erfitt fyrir. „Mér fannst við ekki ná okkar takti þegar að þeir voru að spila einum fleiri í sókn. Mér fannst vanta meiri hraða og við vorum ekki að mæta þeim maður á mann og síðan vorum við með mikið af töpuðum boltum og við fórum illa með dauðafæri. Snorri Steinn var ánægður með verkefnið í heild sinni og hlakkaði til að fara með liðið á EM í janúar. „Ég er glaður með þetta verkefni og ánægður með vikuna og strákana. Eins og gengur og gerist er maður ekki ánægður með allt. Leikurinn í gær var betri en leikurinn í dag. Við þurfum núna að greina leikina og æfingarnar og mætum síðan stinnir í janúar,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Sjá meira
„Þeir stjórnuðu hraðanum í dag og voru með frumkvæðið þegar þeir spiluðu með sjö sóknarmenn sem við fundum ekki nægilega góðar lausnir við. Við reyndum að prófa ákveðna hluti en fundum ekki taktinn og takturinn var ekki eins og ég vildi hafa hann,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leik. Snorri var ánægður með margt í fyrri hálfleik en hefði viljað vera með fimm marka forystu í hálfleik í stað fjögurra. „Fyrri hálfleikur var svipaður og í gær. Við vorum við það að ná frumkvæðinu en vorum klaufar að vera ekki fimm mörkum yfir í hálfleik. Við byrjuðum síðari hálfleik illa og þeir náðu að komast yfir sem var öfugt við það sem gerðist í gær.“ Síðari hálfleikur Íslands var ekki góður. Færeyjar spiluðu mikið með sjö leikmenn í sókn sem gerði Íslandi erfitt fyrir. „Mér fannst við ekki ná okkar takti þegar að þeir voru að spila einum fleiri í sókn. Mér fannst vanta meiri hraða og við vorum ekki að mæta þeim maður á mann og síðan vorum við með mikið af töpuðum boltum og við fórum illa með dauðafæri. Snorri Steinn var ánægður með verkefnið í heild sinni og hlakkaði til að fara með liðið á EM í janúar. „Ég er glaður með þetta verkefni og ánægður með vikuna og strákana. Eins og gengur og gerist er maður ekki ánægður með allt. Leikurinn í gær var betri en leikurinn í dag. Við þurfum núna að greina leikina og æfingarnar og mætum síðan stinnir í janúar,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Sjá meira