Mögulega aukinn hraði í tilfærslum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:56 Vel er fylgst með landrisinu. Vísir/Vilhelm Síritandi GPS mælar í grennd við fjallið Þorbjörn virðast sýna töluvert stökk í tilfærslum í dag. Mælir við Eldvörp sýnir rúmlega eins sentimetra tilfærslu til vesturs á milli mælinga, yfir átta klukkustunda tímabil, sem er veruleg hröðun frá síðustu dögum. Þetta stökk er sjáanlegt á öllum mælum í kringum landrisið sem nú á sér stað, þó mismikið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þar segir að hraði landriss virðist ekki hafa breyst en um sé að ræða breytingu í láréttum hreyfingum. „Lítil skjálftavirkni hefur þó verið í dag samanborið við gærdaginn. Óljóst er hvað þetta nákvæmlega þýðir að svo stöddu og má búast við að sérfræðingar skoði nú gögnin og setji í samhengi við gervitunglamyndir af svæðinu,“ segir enn fremur. Mælingar síritandi GPS-mæla uppfærast þrisvar á sólarhring er hægt að nálgast upplýsingar úr þeim hér. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að taka þurfi einstökum atburðum með fyrirvara. „Við erum búin að vera að sjá landris við Þorbjörn út af kvikuinnskoti og það heldur bara áfram þetta landris sem við erum að mæla á mælum, bæði GPS-mælum og myndum frá gervihnöttum. Það verður alltaf að taka svona stökum punktum með smá fyrirvara. Á þessu grafi eru punktar sem hoppa mjög hátt út úr meginlínunni, það geta alltaf verið truflanir – loftshjúptruflanir sem dæmi. Að taka einn punkt út úr mælingunni og segja að það sé greinilega aukinn hraði set ég smá varnagla við, við reynum að fylgjast með því hvernig staðan er almennt,“ segir Salóme. GPS mælar séu vaktaðir allan sólarhringinn og að vel verði fylgst með framvindu. Hér má sjá upplýsingar úr GPS-síritum.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þar segir að hraði landriss virðist ekki hafa breyst en um sé að ræða breytingu í láréttum hreyfingum. „Lítil skjálftavirkni hefur þó verið í dag samanborið við gærdaginn. Óljóst er hvað þetta nákvæmlega þýðir að svo stöddu og má búast við að sérfræðingar skoði nú gögnin og setji í samhengi við gervitunglamyndir af svæðinu,“ segir enn fremur. Mælingar síritandi GPS-mæla uppfærast þrisvar á sólarhring er hægt að nálgast upplýsingar úr þeim hér. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að taka þurfi einstökum atburðum með fyrirvara. „Við erum búin að vera að sjá landris við Þorbjörn út af kvikuinnskoti og það heldur bara áfram þetta landris sem við erum að mæla á mælum, bæði GPS-mælum og myndum frá gervihnöttum. Það verður alltaf að taka svona stökum punktum með smá fyrirvara. Á þessu grafi eru punktar sem hoppa mjög hátt út úr meginlínunni, það geta alltaf verið truflanir – loftshjúptruflanir sem dæmi. Að taka einn punkt út úr mælingunni og segja að það sé greinilega aukinn hraði set ég smá varnagla við, við reynum að fylgjast með því hvernig staðan er almennt,“ segir Salóme. GPS mælar séu vaktaðir allan sólarhringinn og að vel verði fylgst með framvindu. Hér má sjá upplýsingar úr GPS-síritum.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira