Lögreglukonur áreittar af samstarfsmönnum en karlarnir af konum úti í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 21:01 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið taka niðurstöður rannsóknarinnar mjög alvarlega. Vísir/Arnar Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum. Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira