Davíð loksins á Bessastaði eftir langa bið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 11:53 Davíð fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands og eftir því sem Vísir kemst næst fór ágætlega á með þeim Guðna við þetta tækifæri sem var að fagna því að Morgunblaðið er nú 110 ára gamalt. forseti íslands Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira