Nóvemberspá Siggu Kling: Þú þarft ekki að flýta þér Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Í öllu þessu yndislega og sérkennilega lífi kemur stundum sá tími að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira