Bryndís nýr forseti Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 14:28 Oddný G. Harðardóttir og Bryndís Haraldsdóttir í Osló fyrr í dag. Magnus Fröderberg/Norden.org Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló fyrr í dag. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Osló síðustu daga en því lauk í dag með því að Ísland tók við formennsku í ráðinu. Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var á sama tíma kynnt en yfirskrift hennar er Friður og öryggi á norðurslóðum. Þar kemur fram að með orðunum „friður og öryggi“ í yfirskrift formennskuáætlunarinnar sé átt við „þörfina á að tryggja öryggi Norðurlanda og bandalagsþjóða þeirra á norðurslóðum en jafnframt nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og leggja aukna áherslu á friðsamlegar lausnir. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í öryggismálum á norðurslóðum. Með orðinu „öryggi“ er þó einnig átt við aðra þætti sem tengjast velferð og framtíð Norðurlanda og sérstaklega íbúa á norðurslóðum,“ segir í áætluninni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson sóttu þing Norðurlandaráðs í Osló, auk Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við þingið. Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði tóku fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Frá Íslandi komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Norðurlandaráð Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Osló síðustu daga en því lauk í dag með því að Ísland tók við formennsku í ráðinu. Formennskuáætlun Íslands fyrir Norðurlandaráð var á sama tíma kynnt en yfirskrift hennar er Friður og öryggi á norðurslóðum. Þar kemur fram að með orðunum „friður og öryggi“ í yfirskrift formennskuáætlunarinnar sé átt við „þörfina á að tryggja öryggi Norðurlanda og bandalagsþjóða þeirra á norðurslóðum en jafnframt nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og leggja aukna áherslu á friðsamlegar lausnir. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í öryggismálum á norðurslóðum. Með orðinu „öryggi“ er þó einnig átt við aðra þætti sem tengjast velferð og framtíð Norðurlanda og sérstaklega íbúa á norðurslóðum,“ segir í áætluninni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson sóttu þing Norðurlandaráðs í Osló, auk Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við þingið. Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði tóku fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Frá Íslandi komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Norðurlandaráð Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira