Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:49 Ákveðið var að fella niður reglugerð um blóðmerahald eftir athugasemdir frá ESA. Stjórnarráðið Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Segir í athugasemdinni að ráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, megi eiga von á bótakröfum verði einhverjar takmarkandi breytingar á starfseminni. Forsaga málsins er sú að matvælaráðuneytið tilkynnti 15. september síðastliðinn að reglugerð um blóðmerahald yrði felld úr gildi og blóðmerahald fellt undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni eftir að athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Afstaða ESA var ítrekuð í áminningabréfi 10. mars síðastliðinn þar sem sagði að Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunar 2010/63/EB með því að setja sérreglur um blóðmerahald. Málið snérist um túlkun á gildissviði regluverksins og féllust stjórnvöld á að blóðmerahald félli undir reglur um tilraunir á dýrum. Í athugasemd Bændasamtakanna eru alvarlegar athugasemdir gerðar við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Meðalhófs sé ekki gætt og lagabreytinga líklega þörf þar sem regluverkið nái ekki yfir blóðmerahald. Samtökin segja að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars. Tengd skjöl Erindi_til_MAR_BlóðmerarFyrirvararOfl_011123PDF202KBSækja skjal Blóðmerahald Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Segir í athugasemdinni að ráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, megi eiga von á bótakröfum verði einhverjar takmarkandi breytingar á starfseminni. Forsaga málsins er sú að matvælaráðuneytið tilkynnti 15. september síðastliðinn að reglugerð um blóðmerahald yrði felld úr gildi og blóðmerahald fellt undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni eftir að athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Afstaða ESA var ítrekuð í áminningabréfi 10. mars síðastliðinn þar sem sagði að Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunar 2010/63/EB með því að setja sérreglur um blóðmerahald. Málið snérist um túlkun á gildissviði regluverksins og féllust stjórnvöld á að blóðmerahald félli undir reglur um tilraunir á dýrum. Í athugasemd Bændasamtakanna eru alvarlegar athugasemdir gerðar við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Meðalhófs sé ekki gætt og lagabreytinga líklega þörf þar sem regluverkið nái ekki yfir blóðmerahald. Samtökin segja að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars. Tengd skjöl Erindi_til_MAR_BlóðmerarFyrirvararOfl_011123PDF202KBSækja skjal
Blóðmerahald Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira