Leikmaður Eagles skellti sér á Instagram í hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:46 Gainwell með boltann í leknum umtalaða gegn Washington Commanders. Vísir/Getty Kenneth Gainwell sem leikur með Philadelphia Eagles í NFL-deildinni virðist ekki hafa verið með einbeitinguna í botni í leik liðsins um helgina. Hann var mættur á Instagram í hálfleik í leiknum gegn Washington Commanders. Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa. NFL Lokasóknin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Philadelphia Eagles er eitt af sterkustu liðunum í NFL-deildinni þetta tímabilið. Kenneth Gainwell er hlaupari hjá Eagles og hann kom sér í fréttirnar eftir umferðina um helgina en á nokkuð sérstökum forsendum. Í hálfleik á leik Philadelphia Eagles og Washington Commanders var Gainwell mættur á Instagram þar sem hann var að svara skilaboðum sem hann hafði fengið frá áhorfanda. Gainwell hafði misst boltann frá sér nálægt marki um miðjan annan leikhlutann. Þeir Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson fóru yfir málið í nýjasta þættinum af Lokasókninni sem sýndur var í gærkvöldi. „Ég segi bara Guð forði þessum manni frá að Guðjón Þórðarson sé ekki að þjálfa liðið því hann væri búinn að rífa af honum höfuðið,“ sagði Magnús en þeir félagar höfðu nokkuð gaman af uppátækinu. „NFL-deildin svíkur ekki,“ bætti Henry Birgir við en umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Svaraði á Instagram í hálfleik Í skilaboðunum sem Gainwell fékk var hann vinsamlega beðinn um að halda í boltann og það var hlauparinn knái ekki ánægður með. „Litli strákur, ekki senda á mig,“ svaraði Gainwell. Þjálfari Eagles var vitaskuld ekki ánægður með sinn mann en sagði að Gainwell vissi upp á sig skömmina. „Þetta er hluti af lífi þessara manna. Ætti hann að vera að svara einhverjum skilaboðum? Nei, hann ætti ekki að svara þessu yfirhöfuð. Að sjálfsögðu töluðum við um þetta við hann, um að vera einbeittur og ekki vera að spá í þessum látum. Hann veit að að hann gerði mistök með því að svara þessum einstaklingi. Ég geri ráð fyrir að þetta sé stuðningsmaður Eagles sem hafi tekið skjáskot og birt á netinu,“ sagði þjálfarinn Nick Sirianni. Gainwell var valinn af Eagles í fimmtu umferð nýliðavalsins 2021 er búinn að skora eitt snertimark í sjö leikjum á tímabilinu til þessa.
NFL Lokasóknin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti