Nóvemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku vatnsberinn minn, það er búið að vera töluverður þungi yfir þér að undanförnu, þó einmitt núna hefur þú ekki neina sérstaka ástæðu til að vera daufur. Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur og ekkert vera að rembast við neitt þó að í þér blundi að vera stærsti foss landsins. Þú ert ekkert sérlega þekktur fyrir það að fara milliveginn vegna þess að í öllum aðstæðum þá fagnarðu þeim fjölbreytileika sem lífið gefur þér. Núna er gott fyrir þig að kyrra orkuna þína og vera athugull á það sem er að gerast í kring um þig, nær eða fjær. Og mundu líka fimm daga regluna! Þegar að þér finnst allt vera svart, þá get ég lofað þér að eftir fimm daga, þegar þú sérð að enginn er yfir þig hafinn og þú sérð að það finnst öllum í kringum þig að þú hafir sterk tök á því sem þú ert að gera þá hverfur svartnættið og sólin skín úr öllum áttum. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn En þú kallar oft til þín þessa dagana þá krísu að þér finnist þú ekki vera að standa þig í stykkinu. Hvort sem það eru verkefni, nám eða annað sem að er mikilvægt. Þér finnst þú of oft vera einn í heiminum og það er að vissu leiti rétt í þeim skilningi að ef þú ætlar að gera eitthvað þá þarftu að stóla bara á sjálfan þig. Annars hreyfist allt lötur hægt því þú ert að bíða eftir að aðrir framkvæmi eitthvað sem þeir munu ekki gera. Ástin verður innilegri og þú færð einhvern vegin meiri skilning og dýpt að vita hvað er ást. Það eru ótal mörg tækifæri fyrir þig á þessu tímabili og þá sérstaklega í kring um áttunda nóvember og næstu fimm daga þar á eftir. Þá skaltu beita fyrir þig allri þeirri þrjósku sem þú hefur og einkennir þitt merki svo sannarlega, og gera hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá. Sterkasta setningin þín er þá „I did it my way!“ Kossar og knús Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Leyfðu þér bara að liðast eins og ljúfur lækur og ekkert vera að rembast við neitt þó að í þér blundi að vera stærsti foss landsins. Þú ert ekkert sérlega þekktur fyrir það að fara milliveginn vegna þess að í öllum aðstæðum þá fagnarðu þeim fjölbreytileika sem lífið gefur þér. Núna er gott fyrir þig að kyrra orkuna þína og vera athugull á það sem er að gerast í kring um þig, nær eða fjær. Og mundu líka fimm daga regluna! Þegar að þér finnst allt vera svart, þá get ég lofað þér að eftir fimm daga, þegar þú sérð að enginn er yfir þig hafinn og þú sérð að það finnst öllum í kringum þig að þú hafir sterk tök á því sem þú ert að gera þá hverfur svartnættið og sólin skín úr öllum áttum. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Vatnsberinn En þú kallar oft til þín þessa dagana þá krísu að þér finnist þú ekki vera að standa þig í stykkinu. Hvort sem það eru verkefni, nám eða annað sem að er mikilvægt. Þér finnst þú of oft vera einn í heiminum og það er að vissu leiti rétt í þeim skilningi að ef þú ætlar að gera eitthvað þá þarftu að stóla bara á sjálfan þig. Annars hreyfist allt lötur hægt því þú ert að bíða eftir að aðrir framkvæmi eitthvað sem þeir munu ekki gera. Ástin verður innilegri og þú færð einhvern vegin meiri skilning og dýpt að vita hvað er ást. Það eru ótal mörg tækifæri fyrir þig á þessu tímabili og þá sérstaklega í kring um áttunda nóvember og næstu fimm daga þar á eftir. Þá skaltu beita fyrir þig allri þeirri þrjósku sem þú hefur og einkennir þitt merki svo sannarlega, og gera hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá. Sterkasta setningin þín er þá „I did it my way!“ Kossar og knús Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira