Fyrrverandi forstjóri VÍS ráðgjafi við uppstokkun á skipulagi Seðlabankans
Þær breytingar sem hafa verið gerðar á skipulagi í starfi Seðlabanka Íslands eru lokahnykkurinn í þeirri vinnu sem hefur staðið yfir frá sameiningu bankans og Fjármálaeftirlitsins fyrir nærri fjórum árum. Fyrrverandi forstjóri VÍS var fenginn til að vera Seðlabankanum til aðstoðar við skipulagsbreytingarnar sem tilkynnt var um í gær.