Mun ekki klippa hárið til að fá stjórastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 11:01 Gifton Noel-Williams stýrði kvennaliði Watford tímabundið. Getty/Richard Heathcote Gifton Noel-Williams er ekki beint stjóratýpan þegar kemur að útlitinu. Hann ætlar heldur ekki að breyta því og í grein hjá BBC er bent á hvort að það sé kominn tími til að breyta þessu. Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira