Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Leikmenn Anaheim Ducks og Pittsburgh Penguins minnast hér Adam Johnson sem lést eftir slys í leik í Bretlandi. Getty/Harrison Barden Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins. Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan. Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Sjá meira
Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Sjá meira
Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45
„Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36
Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43