Jane Goodall hvetur Íslendinga til dáða í umsögn um hvalveiðibann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 07:08 Goodall er mikil baráttukona fyrir dýravelferð og heimsfræg fyrir rannsóknir sýnar á simpönsum. epa/Enric Fontcuberta Dr Jane Goodall, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar á fremdardýrum, eða prímötum og þá sérstaklega simpönsum, hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem þingmenn eru hvattir til dáða. Í umsögninni, sem er send inn af The Jane Goodall Institute, segir meðal annars að hvalir séu félagsverur sem myndi sterk og flókin félagsleg tengsl. Þeir búi yfir ótrúlegum samskiptahæfileikum, sýni flókin hegðunarmynstur og myndi sérstök samfélög. Hvalveiðar hafi um langt skeið þótt ásættanlegar en aukin þekking geri það að verkum að fákunnátta sé ekki lengur afsökun fyrir því að leggja blessun sína yfir þá þjáningu sem hvalirnir upplifa við veiðarnar. Þá segir í umsögninni að Goodall hafi helgað líf sitt dýravelferð og orðið margs vísari um hvali gegnum vin sinn, hvalalíffræðinginn Roger Payne, sem nú er látinn. Víst sé að hann hefði einnig sent Íslendingum hvatningu til að banna hvalveiðar. Það sé trú samtakanna að Ísland geti orðið leiðtogi í verndun sjávar og leiðarljós til framtíðar, með því að sýna hinum skynugu skepnum sem hvalir eru samkennd og skilning. „Við óskum ykkur velfernaðar við þessa mikilvægu ákvarðanatöku,“ segir að lokum. Hér má finna umsögnina. Dýr Dýraheilbrigði Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Í umsögninni, sem er send inn af The Jane Goodall Institute, segir meðal annars að hvalir séu félagsverur sem myndi sterk og flókin félagsleg tengsl. Þeir búi yfir ótrúlegum samskiptahæfileikum, sýni flókin hegðunarmynstur og myndi sérstök samfélög. Hvalveiðar hafi um langt skeið þótt ásættanlegar en aukin þekking geri það að verkum að fákunnátta sé ekki lengur afsökun fyrir því að leggja blessun sína yfir þá þjáningu sem hvalirnir upplifa við veiðarnar. Þá segir í umsögninni að Goodall hafi helgað líf sitt dýravelferð og orðið margs vísari um hvali gegnum vin sinn, hvalalíffræðinginn Roger Payne, sem nú er látinn. Víst sé að hann hefði einnig sent Íslendingum hvatningu til að banna hvalveiðar. Það sé trú samtakanna að Ísland geti orðið leiðtogi í verndun sjávar og leiðarljós til framtíðar, með því að sýna hinum skynugu skepnum sem hvalir eru samkennd og skilning. „Við óskum ykkur velfernaðar við þessa mikilvægu ákvarðanatöku,“ segir að lokum. Hér má finna umsögnina.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira