Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 09:01 Moussa Diaby faðmar Skarphéðin Orra Albertsson, ungan íslenskan stuðningsmann Aston Villa. aðsend Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira