Telja að dómarinn sé vanhæfur Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 11:06 Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Vísir/Vilhelm Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. „Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40