Telja að dómarinn sé vanhæfur Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 11:06 Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Vísir/Vilhelm Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. „Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40