Skilur ekki stjórnmálafólk sem horfi upp á ástandið í samfélaginu Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 12:27 Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að helsta niðurstaða þings SGS, sem lauk á föstudag, hafi verið að ganga til kjarasamninga með það að markmiði að semja í anda lífskjarasamningsins svokallaða. Þá segist hann ekki skilja stjórnmálafólk sem hafi lítinn áhuga á því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan: Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í formannskjöri á þingi SGS, sem haldið var í síðustu viku. Hann var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun og sagði að ýmsar mikilvægar ályktanir hafi verið samþykktar á þinginu. „Það skiptir alveg höfuðmáli í komandi kjarasamningum, og það var þema þessa þings, að aðkoma ríkis og sveitarfélaga, og jafnvel verslunar og þjónustu, að þessum samningum sem við erum, að ráðast í núna, þarf að vera umtalsverð. Það var niðurstaðan okkar á þinginu að við viljum semja í anda lífskjarasamningana sem við gerðum árið 2019.“ Vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Þá hafi aðkoma stjórnvalda verið umtalsverð, til dæmis hafi þau stutt kjarasamningana um áttatíu milljarða og sveitarfélög skuldbundið sig til þess að hækkja gjaldskrár ekki meira en 2,5 prósent. „Þannig að okkur tókst að hækka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launahækkunum. En nota bene, staðan þá miðað við það sem er núna, þá voru stýrivextir í 4,5 prósentum, þeir eru í 9,25 prósent núna. Verðbólgan var í 4,5 prósent minnir mig en er átta prósent núna. Núna er krafan okkar með þeim hætti að við krefjumst þess að hér verði tekið upp heilbrigt og eðlilegt húsnæðislánakerfi.“ Þá segir hann að SGS muni krefjast þess að Landsbankanum verði breytt í svokallaðan samfélagsbanka. Það þýði til að mynda að arðemiskrafa bankans yrði lækkuð, en hún sé í dag á bilinu tólf til fjórtán prósent. Einn af hverjum þremur með yfirdrátt Vilhjálmur segir þó að hingað til hafi lítill sem enginn pólitískur vilji verið til þessa. „Ég skil í raun og veru ekki stjórnmálamenn sem sitja á hinu háa Alþingi, og líka stjórnvöld, sem horfa upp á það ástand sem ríkir í íslensku samfélagi. Sem dæmi þá eru 35 prósent félagsmanna Starfsgreinasamband Íslands með yfirdráttarlán samkvæmt Vörðu, sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðsins. Þeir gerðu rannsókn fyrir okkur og þar kom fram að upp undir 35 prósent félagsmanna eru nauðbeygðir til framfleyta sér á sautján prósent yfirdrætti,“ segir hann. Viðtal við Vilhjálm má heyra í heild sinni hér að neðan:
Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira