„Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2023 13:31 Antony lét mótlætið fara í taugarnar á sér og lét reiði sína bitna á Jérémy Doku í leik Manchester United og City. getty/Robbie Jay Barratt Antony hagðaði sér eins og kjáni og hefði átt að vera rekinn út af í Manchester-slagnum. Þetta segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Manchester City gerði góða ferð á Old Trafford í gær og vann öruggan 0-3 sigur á grönnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistarana og Phil Foden eitt. Antony byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður þegar fjórar mínútur voru eftir. Brassinn virtist eitthvað illa fyrir kallaður og virtist sparka í Jérémy Doku, leikmann City, eftir að hafa brotið á honum í uppbótartíma. Paul Tierney, dómari leiksins, lét nægja að gefa Antony gula spjaldið. Neville vildi meina að Brassinn hafi verið heppinn að hanga inni á vellinum. „Antony sparkar í Doku. United er búið að missa hausinn og það byrjar með fyrirliðanum [Bruno Fernandes],“ sagði Neville um atvikið. „Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony. Ég hefði bara rekið hann út af. United hafa týnst í seinni hálfleik.“ Antony er nýkominn aftur inn í leikmannahóp United eftir að hafa verið settur til hliðar vegna ásakana um ofbeldi. United keypti Brassann frá Ajax fyrir 82 milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 53 leiki fyrir United og skorað átta mörk. United hefur tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í 8. sæti hennar. City er í 2. sætinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00 Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00 „Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31 „Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Manchester City gerði góða ferð á Old Trafford í gær og vann öruggan 0-3 sigur á grönnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistarana og Phil Foden eitt. Antony byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður þegar fjórar mínútur voru eftir. Brassinn virtist eitthvað illa fyrir kallaður og virtist sparka í Jérémy Doku, leikmann City, eftir að hafa brotið á honum í uppbótartíma. Paul Tierney, dómari leiksins, lét nægja að gefa Antony gula spjaldið. Neville vildi meina að Brassinn hafi verið heppinn að hanga inni á vellinum. „Antony sparkar í Doku. United er búið að missa hausinn og það byrjar með fyrirliðanum [Bruno Fernandes],“ sagði Neville um atvikið. „Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony. Ég hefði bara rekið hann út af. United hafa týnst í seinni hálfleik.“ Antony er nýkominn aftur inn í leikmannahóp United eftir að hafa verið settur til hliðar vegna ásakana um ofbeldi. United keypti Brassann frá Ajax fyrir 82 milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 53 leiki fyrir United og skorað átta mörk. United hefur tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í 8. sæti hennar. City er í 2. sætinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00 Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00 „Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31 „Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00
Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00
„Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31
„Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31