Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2023 23:17 Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki en eftir samráðsgáttina var hámarksfjárhæðin hækkuð í fimm. Vísir/Vilhelm Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01
Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25