Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 07:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal
Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent