Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 13:00 Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Vísir/Vilhelm Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári. Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum. Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum.
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira